Hótel Sandafell á Þingeyri er til sölu

Eigandinn er orðinn áttræður, nú þarf nýtt fólk.

Hótelið er fyrir 50 gesti, fullbúið tólum og tækjum. Árið 2020 fullbókað í gistingu og mat til 25. september. Árið 2021 fullbókað í gistingu og mat.

Hótelið er staðsett við Hafnarstræti 7 á Þingeyri, um er að ræða 1000fm húsnæði sem var upphaflega byggt sem Kaupfélagið á Þingeyri en hefur verið breytt í hótel. Reksturinn hefur staðið í um 15 ár og opnunartíminn eingöngu 4 mánuði á ári. Fasteignamat húsnæðis er 37.250.000. 

Hér er um heilmikla möguleika og tækifæri sem felast í afþreyingu á svæðinu. Þannig mætti hafa hótelið opið mun lengur á hverju ári.

BB birti frétt um tækifærin á vestfjörðum

21 herbergi eru á hótelinu og veitingastaður. Óskað er eftir tilboðum í bæði eignina sem og hótelreksturinn, að sjálfsögðu myndi allur búnaður fylgja í þeim kaupum.

Vinsamlega hafið samband við Hlyn í síma 860-5530, eða hotelsandafell@xpiceland.com.